Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2009

Davíđ Oddsson

Davíđ Oddsson, starfandi Seđlabankastjóri, hefur legiđ undir ámćli um ađ hans tími í brúnni sé liđinn.

Margir telja Davíđ guđföđur ţess kapítalisma sem viđgengist hefur á Íslandi síđan 1991 ţegar Davíđ Oddsson hóf farsćlan feril sinn sem forsćtisráđherra ţjóđarinnar um leiđ og hann gerđist formađur flokks síns. Hann var óskorađur foringi Sjálfstćđismanna allan ţann tíma sem hann var viđ völd í flokknum og sem slíkur og sem forsćtisráđherra landsins ber hann ótvírćđa ábyrgđ á ţeirri stefnu sem tekin var á ţessum árum og fylgt til dagsins í dag.

Ţegar stjórnmálaferli hans lauk tók hann til viđ ađ stjórna Seđlabanka Íslands, ţangađ var hann ráđinn af samflokksmönnum sínum sem sérfrćđingur á sínu sviđi. Vissulega hefur réttilega veriđ deilt á sérfrćđikunnáttu ţessa mćta manns enda lögfrćđimenntađur en sérfrćđingur var hann. Hann er og var sérfrćđingur í ađ framfylgja ţeirri stefnu sem mótuđ hafđi veriđ af honum. Hann vissi vel hvađ hann vildi, hann kunni ađ stýra ţjóđarskútunni ţangađ sem hann ćtlađi.

Stefna ţessi var röng. Efnahagur Íslensku ţjóđarinnar er hruninn, kaupmáttur hefur rýrnađ stórkostlega, gengisvísitalan komin upp úr ţakinu, skuldastađan stefnir í ađ verđa ógnvekjandi, álit umheimsins er ýmist međaumkun eđa hatur og svo mćtti lengi telja. Allt vegna rangrar peningastefnu sem var mótuđ og seinna framfylgt af Davíđ Oddssyni fyrrum forsćtisráđherra og síđar Seđlabankastjóra.

Ţađ hefur sýnt sig ađ ţrátt fyrir skipbrot stefnunnar situr bankastjórinn viđ sinn keip, fylgir sömu stefnu ţrátt fyrir viđvaranir frá sérfrćđingum innanlands og utan úr heimi. Davíđ virđist enn hafa ofurtrú á peningastefnu sinni og ćtlar ađ leita allra bragđa til ađ halda henni viđ líđi. Hann vill halda krónunni, vill standa utan ESB en  til hvers? Líklega til ţess ađ geta haldiđ sinni stefnu óáreittur.

Ţađ er undarlegt ađ einn mađur sem hefur fariđ fyrir heilli ţjóđ skuli ekki virđa ţjóđina meir en svo ađ kröfur séu virtar ađ vettugi. Ţađ er undarlegt ađ hann skuli leggja í pólitískan sankassaleik til ţess eins ađ sýna pólitískum andstćđingum birginn. Ţađ er fyrst og fremst sorglegt ađ Davíđ Oddsson skuli ekki nota tćkifćriđ og fara frá ţegar ţess er óskađ. Fyrir vikiđ verđa átökin einfaldlega grimm og afleiđingarnar allt eins slćmar fyrir hann og ţjóđina í heild.

En best ađ vona ţađ besta, okkur í hag.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Davíð Örvar Hansson
Davíð Örvar Hansson
Happiness depends upon ourselves.
Okt. 2018
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband