Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Söguleg rök og söguskoðun almennt hafa gengt miklu hlutverki í íslenskri þjóðernisorðræðu. Íslensk sjálfsmynd (national identity) er því byggð á sögulegum forsendum

Þjóðerni er mörgum mönnum mikilvægt og að því er virðist þá greinist þjóðerni niður í hið smæsta form „þjóðar“ ef svo má kalla þ.e. fjölskylduna. Fólk stendur saman þegar á dynur sem fjölskylda, sem bæjarbúar, sem hluti sömu þjóðar og sem íbúar sömu heimsálfu. Hvernig stendur á þessari samstöðu fólks?Það hefur löngum þótt gagnlegt að líta að rótunum til að átti sig á því sem á eftir kemur og ef við byrjum á að líta á hvað það er sem heldur fjölskyldunni saman ættum við að komast af stað.

Fjölskylda er tengist blóðböndum, foreldrarnir fæða börn og klæða, veita þeim vörn og skjól fyrir þeim hættum sem steðja að. Milli fjölskyldunnar myndast traust og minningar þjappa fólki saman og þessi bönd sem fjölskyldan myndar á milli sín stenst flestar utanaðkomandi árásir. Þegar tíminn líður flytja meðlimir fjölskyldunnar hver í sína áttina en sambandið deyr þó ekki, til að glæða lífi í fjölskylduböndin er skoðaðar myndir, haldið í fjölskylduhefðir og rifjaðar upp gamlar sögur. Minningarnar þjappa fjölskyldunni saman þegar leiðir skiljast og viðhalda þær því þeim fjölskylduböndum sem hafa þróast allt frá fæðingu nýs einstaklings inn í fjölskylduna. Frá unga aldri heyra börn sögur af forfeðrunum, pabba, mömmu, afa og ömmu og allar þessar sögur vinna af því að skapa hverjum einstakling sjálfsímynd, sjálfsímynd sem er samofin fjölskyldunni. Þróun á sér þó stað innan fjölskyldunnar, börnin vaxa úr grasi og leita til annarra fjölskylda eftir maka. Fjölskyldan blandast og nokkurs konar sameining á sér stað, hefðir blandast og sagan sameinast. Þó verða upprunaleg fjölskyldubönd seint skorin, þó svo að fjölskyldan blandist þá er þanþol fjölskyldubandanna það mikið að þau halda.

Íslenska þjóðin er samansafn af mörgum fjölskyldum, mörgum þjóðarbrotum ef svo má segja. Þjóðin á sameiginlegan bakgrunn, sögu sem rekur sig til landnáms, sögu sem við lærum sem börn og það er einmitt þessi saga sem skapar ímynd og samheldni þjóðarinnar. Á tímum hnattvæðingar á sér vissulega stað blöndun, við bjóðum velkomið til lands okkar ferðamönnum og innflytjendum. Við tileinkum okkur tækni og venjur annarra landa og við meira að segja kaupum okkur pitsu fremur en hrútspunga. Þrátt fyrir þessa blöndun og þrátt fyrir að við tökum upp siði af erlendum fyrirmyndum þá eru samt haldin þorrablót, fólk fær sér enn harðfisk, fólk ríður út og gengur um fjöllin, við höldum enn sjómannadag og minnumst enn þess þegar við endurheimtum sjálfstæði sem fullvalda þjóð og fólk er enn logandi hrætt við að missa það.

Íslenska þjóðin byggist upp á böndum, þjóðarböndum sem eru spunnin út frá sameiginlegri sögu og menningu og þó að lífið og um leið þjóðfélagið sé breytingum háð þá virðist þjóðin yfirleitt samstíga í sínum breytingum. Tíska kemur og fer, fólk kaupir sér einn daginn fótanuddtæki en þann næsta eru þau dottin úr tísku, eins tekur fólk upp erlenda siði en þann næsta vilja allir halda í hina Íslensku ímynd.Ég tel af þessum sökum sem sagan hafi mikil áhrif á þjóðerni fólks og þrátt fyrir að mismunandi þjóðir tengist böndum þá verður grunnurinn seint færður úr stað, minningarnar móta manninn, maðurinn myndar samfélagið og samfélagið myndar þjóð. Á meðan það er verður uppruna fólks ekki breytt.


Höfundur

Davíð Örvar Hansson
Davíð Örvar Hansson
Happiness depends upon ourselves.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband