Leita í fréttum mbl.is

Hverjum að kenna?

Í framhaldi af síðustu skrifum mínum hef ég verið að hugsa um sökudólga. Hver olli kreppunni sem nú hrjáir okkur svo illa?

Þjóðin er í sárum, réttlætið virðist svo víðsfjarri.

Peningastefnan sem tekin var undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er sú stefna sem endaði í hörðu strandi. Hvergi var gefið eftir, stefnan var skýr og byrinn góður. Karlinn, eða karlarnir, í brúnni horfðu á landið nálgast.

Það lætur nærri að kenna Sjálfstæðismönnum um skipbrotið. Framsóknarmenn eru jú saklausir enda voru þeir löngu búnir að fatta að þetta væri á leið til andskotans, eða það segja þeir. En Sjálfstæðisflokkurinn starfaði eftir þessari kapítalísku hugsum sinni, þetta var sú stefna sem þeir höfðu trú á og með hana að leiðarljósi fengu þeir umboð til að leiða þjóðina í fjölmörg ár. Þetta lá allt fyrir, aðvaranir hagfræðinga ómuðu, aðvaranir stjórnarandstæðinga þögnuðu sjaldan og umheimurinn fáraðist á stundum yfir siðspillingu útrásarvíkinganna sem gengu um rænandi og ruplandi.

Með Sjálfstæðisflokkinn í stafni sigldi þjóðarskútan í strand. Við, þegnar landsins, gættum þess að haga seglum eftir vind og þó að margir hafi hvíslað í hornum þá hafði það lítið að segja, við erum strand. Að kenna einum flokki um fremur en einhverjum öðrum tel ég óábyrgt vegna þess að svona hefur heimurinn þróast. Vissulega fór allt í kaldakol, stefnan var röng en fólk studdi við stefnuna allt fram í rauðan dauðann. Nú skulum við sópa upp spónunum og komast á flot og ef til vill taka aðra stefnu. Það hefur oft reynst vel að sigla í hóp, ef þið vitið hvað ég meina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Davíð Örvar Hansson
Davíð Örvar Hansson
Happiness depends upon ourselves.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband