Leita í fréttum mbl.is

Skoðanir

Samfélagssáttmálinn

Samfélagssáttmáli Rousseau kom fyrst út árið 1762 og miðað við framþróun heimsins á þessum öldum sem liðnar er hálf ótrúlegt að maður geti tengt þetta gamla ritverk við það sem er að gerast í nútímanum, árið 2007. Kenningar Rousseau eiga þó enn fullt erindi við mannkynið, Samfélagsáttmálinn er nokkuð sem fólk í nútímanum hefur annað hvort misst sjónar á eða einfaldlega ekki séð þann rétt manna, og kannski réttarfórn sem menn verða að veita gaum í samfélagi manna.

Hvað er samfélagssáttmáli?

Allir fæðast inní náttúruríkið með ákveðinn rétt,  náttúruríkinu lýsir John Locke í Ritgerð um ríkisvald á eftirfarandi vegu: „ ..í náttúruríki eru allir menn jafnir og enginn yfir aðra settur“[1]. Einstaklingur í náttúruríkinu er frjáls og sjálfstæður svo framarlega að hann geti varið sitt gagnvart öðrum einstaklingum. Samfélagssáttmálinn segir hins vegar hvernig fólk ætti að geta lifað saman í samfélagi (ríki) sem frjálsir einstaklingar án vandræða en til þess þarf maður þó að fórna einstaklingsfrelsinu að vissu leiti fyrir frelsi samfélagsins.Samfélagssáttmálinn er allra hagur því „ ..mennirnir geta ekki skapað nýja krafta, heldur aðeins lagt þá saman og stýrt þeim sem fyrir eru“[2] og þar sem sá sterki hefur oftar en ekki yfirhöndina yfir þeim veika getur sameiginlegur kraftur samfélagsins leitt samfélagið áfram gegn mótbárum og vanmætti. Konungur sem tekur sér vald í skjóli ógnunar brýtur á rétti manna til að lifa frjálsu lífi, konungarnir taka frá fólkinu í stað þess að veita þeim eitthvað sem síðan veitti konungi hollustu þegnanna. Þegar þegnar ríkis gera með sér samkomulag um að allir standi jafnir, þegar enginn hefur rétt umfram annan og þegar allir gangast að samkomulagi á sama tíma þá standa allir jafnfætis gagnvart hver öðrum. Engum er þá ógnað af öðrum sem veitir samfélaginu í heild frelsi.„Menn geta verið ójafnir að aflsmunum eða gáfum en verða alltaf jafnir vegna samkomulags og réttar“[3] 

Allir vita þetta, er það ekki?

Okkur á vesturlöndum þykir sjálfsagt að fara hvert sem hugur okkar leitar. Það er sjálfsagður réttur okkar að hlíða á hvað aðrir eru að gera, hvað er að gerast í örðum löndum og ekkert er sjálfsagðara en að fá að velja okkur umboðsmenn til að framfylgja valdi samfélagsins. Jafnvel þó að við höfum þennan samfélagslega rétt deila margir um hvort að við nýtum hann, en það er undir okkur komið. Við kjósum að gefa þennan rétt frá okkur því „Leti og ragmennska eru orsakir þess að svo stór hluti mannkyns er enn fús til að ala allan sinn aldur í ósjálfræði..“[4] Á sama tíma er sem upplýsingin og umræða um frelsi allra manna og samfélaga séu ekki búin að ná um allan heim, nú yfir 200 árum eftir að bók Rousseau kom út. Við sjáum baráttu íbúa í Myanmar gegn ógnarstjórn[5] þar sem réttur þegnana er brotinn á bak aftur og í raun má fullyrða að víðast hvar í löndum þriðja heimsins hefur fólk ekki það samfélagslega frelsi sem okkur þykir sjálfsagt.Það er því miður m.v. það frelsi sem okkur er veitt í vöggugjöf að við skulum ekki nýta þann rétt okkar til þess að hafa áhrif á samfélagið sem við lifum í. Að við skulum ekki láta í okkur heyra, að við skulum ekki beita ráðamönnum því aðhaldi sem af okkur er ætlast og það að við skulum ekki mynda okkur skoðanir á því hvernig samfélag okkar er rekið er því hálfgerð lítilsvirðing við þá sem hafa barist fyrir frelsi okkar og ekki síst lítilsvirðing við þá sem nú berjast fyrir frelsi sínu víða um heim.

 

Heimildir:

Rousseau, J. J. (2004). Samfélagssáttmálinn. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.Locke, John. (1993). Ritgerð um ríkisvald. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag.Kant, Immanuel. (1993). Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing. Skírnir, 167, bls. 379.Herstjórnin hótar mótmælendum. Morgunblaðið. Skoðað 25. sep. 07 á fréttavef mbl á veraldarvefnum: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1293207 

[1] Locke. Bls. 48

[2] Rousseau. Bls. 74

[3] Rousseau. Bls. 86

[4] Kant. Bls. 379


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Davíð Örvar Hansson
Davíð Örvar Hansson
Happiness depends upon ourselves.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband